Bebras áskorunin - Ísland

 
 

Velkomin/n

Velkomin/n í Bebras áskorunina!

Bebras áskoruninn 2017 fer fram í skólum landsins vikuna 6. - 10. nóvember og geta allir skólar sem vilja tekið þátt sem eru með nemendur frá  8 - 18 ára.

Verkefnið er keyrt samhliða í mörgum löndum árlega í sömu viku og var Ísland með í fyrsta sinn árið 2015.

Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi verkefni. Það kostar ekkert að taka þátt og viljum við fá sem flesta skóla með í verkefnið. Tölvukennarar skólanna eru oftast í forsvari fyrir hvern skóla en þó er það ekki algilt.

Til að geta tekið þátt í Bebras áskoruninni þarf kennari að sækja um aðgang að kerfinu og síðan búa til notanda fyrir nemendur í sínum skóla sem ætla að taka þátt. 

KENNARAR: Til að skrá ykkur, vinsamlegast veljið www.bebras.is/admin eða sendið tölvupóst á sky@sky.is

Leiðbeiningar fyrir nemendur sem taka þátt í keppninni:

 1. Skrá sig inn með því að ýta á "Innskráning" efst á síðunni og setja inn notandanafn og lykilorð sem kennari hefur deilt til nemenda.
 2. Eftir að notandi hefur verið skráður inn þarf að ýta á "Keppnir" og velja aldurshóp sem þátttakandi er skráður í.
 3. Við upphaf áskorunar eru allar spurningar merktar „Ósvarað“ á aðalsíðu.
  Þetta mun breytast þegar hafist er handa við að svara spurningunum.
 4. Það eru 10-15 spurningar í heildina sem þarf að svara.
 5. Það er hægt að breyta svari hvenær sem er og svara spurningum í þeirri röð sem þátttakandi kýs.
 6. Það er alltaf hægt að eyða svari sem hefur þegar verið skráð inn. Þessi valmöguleiki birtist sem síðasti valmöguleikinn þegar hægt að velja fleiri en einn valkost. Munið að sumar spurningar þarf að VISTA sérstaklega og þá með því að ýta á vista hnapp neðst í spurningu- en flestar vistast sjálfkrafa 
 7. Þátttakendur hafa 45 mínútur til að ljúka keppni en niðurtalning á tíma sést efst í hægra horni á skjánum samhliða áskoruninni.
 8. Þegar búið er að svara öllum spurningunum þarf að velja ENDA KEPPNI neðst í vinstra horninu - og svara já!
 9. Einkunnir/stig er ekki hægt að sjá fyrr en nokkrum dögum eftir að keppni lýkur.

 


Hvernig fer keppnin fram?

Allir taka þátt í sömu vikunni og er frjálst að skrá nemendur sem einstaklinga í keppnina eða í minni hópum. Best er að stofna nemendurna fyrirfram í kerfinu.  Keppnin virkar í helstu vöfrum og á spjaldtölvum.

Spurningarnar eru miðaðar við aldur og mögulegir aldurshópar fimm: 8-10, 10-12, 12-14, 14-16 og 16-18 ára.
Þegar nemendur eru stofnaðir í kerfinu þarf að ákveða hvaða aldurshópi þau tilheyra.

Verkefnin eru miserfið, en þeim er skipt í þrjá flokka: A, B og C.
Verkefni A er ætlað að vera auðveldara en B, sem er síðan auðveldara en C.
Hægt er að sjá erfileikastig verkefnis áður en það er valið. Verkefni gefa fleiri stig eftir því sem þau eru erfiðari.
Erfiðleikastigum er blandað saman innan hvers aldurshóps og velur kerfið sjálft erfiðleikastigin.

Stigataflan er eftirfarandi:

Erfiðleikastig

Rétt svar

Rangt svar

Ósvarað

A

+6 stig

-2 stig

0 stig

B

+9 stig

-3 stig

0 stig

C

+12 stig

-4 stig

0 stig 


 Ummæli kennara um Bebras:
'I just want to say how much the children are enjoying this competition. It is the first year we have entered, and I have students aged 8 to 11 participating in my ICT lessons, with some of our older students also taking on the challenges. It is really helping to challenge their thinking, and they are showing great determination to try and complete each task! Also fantastic to find something that works on our iPads, as most puzzles of this kind are flash based.'
 

Hvað er Bebras?

Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu Bifur á litháísku. Hún fékk hugmyndina þegar hún var að ferðast um Finnland árið 2003 og hugmyndinni er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni. Hún ákvað að nýta bifur sem ímynd áskoruninnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifrar eru duglegir, vinnusamir og gáfaðir; og þeir vinna stöðugt í stíflunum sínum, bæði til að gera þær betri og stærri. Til gamans bendum við á að nóg efni er til á Youtube ef áhugi er fyrir að skoða hvernig bifurinn vinnur - kannski áhugavert þar sem dýrið finnst ekki á Íslandi og þekkja krakkar því ekki dýrið vel.

Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og var með yfir 500.000 þátttakendur árið 2012. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni

Eitt af markmiðum Valentinu Dagiene var að gera Bebras að alþjóðlegu átaki í fræðslu um upplýsingatækni í skólum. Fjöldi Evrópulanda hafa bæst í hópinn en Eistland, Þýskaland, Holland og Pólland voru fyrst til að bætast í hópinn árið 2006. Árið 2008 bættust Austurríki, Lettland og Slóvakía í hópinn. Árið 2009 hélt Ítalía fyrstu innanlandskeppnina sína og Finnland og Sviss gerðu það sama 2010. Frakkland, Ungverjaland og Slóvenía bættust í hópinn árið 2011 ásamt því að Japan var fyrsta landið utan Evrópu til að halda innanlands Bebras áskorun. Sama ár gerðu Belgía, Canada, Kýpur, Ísrael og Spánn prufuáskoranir fyrir nemendur sinna landa. Árið 2012 bættust síðan Búlgaría, Svíþjóð og Taivan í hópinn. Árið 2015 tekur Ísland þátt í fyrsta skipti.

Nánari upplýsingar um Bebras má finna á www.bebras.org 

Skýrslutæknifélag Íslands er í forsvari fyrir Bebras á Íslandi og hægt að fá nánari upplýsingar í gegnum sky@sky.is