Bebras áskorunin - Ísland

 
 

Leiðbeiningar


Markmið áskorunarinnar:
Að leysa eins mörg verkefni og þú getur á 45 mínútum. 
Það er ekki gert ráð fyrir að þú getir klárað öll verkefnin!

Leiðbeiningar fyrir nemendur:

  1. Skráðu þig inn með því að smella á "Innskráning" efst á síðunni og slá inn notandanafn og lykilorð sem þú fékkst afhent. Fara svo á "Mitt svæði" og ganga úr skugga um að upplýsingar um nafn og kyn séu rétt skráðar.
  2. Smella á "Áskoranir" og velja aldurshóp sem þátttakandi er skráður í.
  3. Við upphaf áskorunar eru allar spurningar merktar „Ósvarað“.
  4. Það eru 9 -18 spurningar í heildina sem þarf að svara.
  5. Það er hægt að breyta svari hvenær sem er og svara spurningum í þeirri röð sem þátttakandi kýs.
  6. Það er alltaf hægt að eyða svari sem hefur þegar verið skráð með þvi að velja spurninguna og smella á Eyða. Munið að sumar spurningar þarf að VISTA sérstaklega og þá með því að ýta á vista hnapp neðst í spurningu - en flestar vistast sjálfkrafa 
  7. Þátttakendur hafa 45 mínútur til að ljúka áskorun. Efst í hægra horninu á skjánum er klukka sem sýnir tímann sem er eftir.
  8. Þegar búið er að svara öllum spurningunum þarf að velja ENDA ÁSKORUN neðst vinstra megin - og svara Já!
  9. Einkunnir/stig er ekki hægt að sjá fyrr en nokkrum dögum eftir að áskorun lýkur.


Reglur:
Verkefnin eru í þremur erfiðleikastigum; A, B og C þar sem  A er léttast og C er erfiðast.
Stigagjöfin er eftirfarandi:

Erfiðleikastig Rétt
A 6 stig
B 9 stig
C 12 stig